Áætlun Þjóðskjalasafns um viðtöku rafrænna gagna

miðvikudagur, 15. júlí 2015 - 12:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt áætlun um viðtöku rafrænna gagna. Áætlunin byggir á tilkynningum á rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila sem skjalaverðir safnsins hafa unnið úr til 1. apríl 2015. Viðkomandi gagnakerfi hafa verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns og var ákveðið að varðveita þau.

Í reglum um tilkynningu og samþykkt rafrænna skjalavörslukerfa (nr. 624/2010) og reglum um tilkynningu rafrænna skráa og gagnagrunna (nr. 625/2010) er kveðið á um skyldu afhendingarskyldra aðila til að tilkynna rafræn gagnakerfi til opinbers skjalasafns og um ákvörðun um afhendingu á rafrænum gögnum í formi vörsluútgáfu til viðkomandi skjalasafns.

Þjóðskjalasafn Íslands ákveður í samráði við afhendingarskyldan aðila hvenær afhending á vörsluútgáfu fer fram. Á vef Þjóðskjalasafns er birtur listi yfir þá afhendingarskyldu aðila sem fengið hafa úrskurð frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna skila á gögnum úr rafrænu gagnakerfi í formi vörsluútgáfu, raðað eftir afhendingarári og úrskurðarnúmeri.

Afhendingarlistinn á PDF formi (122 KB).