Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 30. janúar 2018 - 10:45

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 2. febrúar 2018, en þá verða söfn á höfuðborgarsvæðinu með opið hús og kynna starfsemi sína.

Hópur manna samankominn framan við stjórnarráðshúsið þegar fáni Íslands var dreginn að hún á fullveldisdaginn 1. desember 1918
föstudagur, 22. desember 2017 - 14:45

Við manntalstöku 24. júní 1703 bjó í Birtingarholti í Ytrahreppi (Hrunamannahreppi), Árnessýslu, Gísli nokkur Þórðarson ásamt sex börnum sínum og vinnukonunni Guðrúnu Pétursdóttur. Hún átti eina dóttur barna, Þorbjörgu Þorláksdóttur. Um aldur hennar segir í manntalinu: „hefur öngva jólanótt“.

Þjóðskjalasafn Íslands óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

hefur öngva jólanótt
fimmtudagur, 9. nóvember 2017 - 14:30

Laugardaginn 11. nóvember n.k verður opið hús Í Þjóðskjalasafni Íslands frá klukkan 13:00-16:00 í tilefni af Norræna skjaladeginum. Þar sem sýnd verða ýmis skjöl sem efni dagsins sem að þessu sinni ber yfirskriftina „Hús og heimili“. Dagskrá er að finna hér á vefnum.

Á Eyrarbakka. Vatnslitamynd eftir Guðjón Samúelsson.
þriðjudagur, 10. október 2017 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands gaf í sumar út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands sem framkvæmd var árið 2016.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands.
föstudagur, 7. júlí 2017 - 14:45

Dagana 29. – 31. ágúst verður haldin í Reykjavík ráðstefna skjalasafna í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldin á Íslandi, en samstarf skjalasafnanna í þessum þremur löndum hófst árið 1999.

Fulltrúar á Vestnordiske arkivdage í Færeyjum árið 2011.
miðvikudagur, 28. júní 2017 - 13:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um niðurstöður eftirlitskönnunar á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar og mars árið 2016. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalavörslumálum ríkisins.

Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2016

Pages