Einkaskjalasöfn

Hvað eru einkaskjalasöfn?

  • Hvað eru einkaskjalasöfn?

    Einkaskjalasöfn eða einkaskjöl nefnast þau skjöl sem ekki eru mynduð af opinberum aðilum eða öðrum sem skyldir eru að skila skjölum til opinberra skjalasafna.

Viðtaka einkaskjalasafna

  • Viðtaka einkaskjalasafna

    Þjóðskjalasafn Íslands, héraðsskjalasöfnin og Handritadeild Landsbókasafns eru helstu skjalavörslustofnanir sem taka einkaskjalasöfn til varðveislu.

Notkun einkaskjalasafna

  • Notkun einkaskjalasafna

    Einkaskjalasöfn eru heimildir um þjóðarsöguna og eru ekki síður mikilvægar heimildir um söguna en skjöl opinberra aðila, og geta jafnvel opnað nýja sýn á fyrri tíma sögu.

Rafræn einkaskjalasöfn

  • Rafræn einkaskjalasöfn

    Þjóðskjalasafn Íslands tekur til varðveislu skjalasöfn einkaaðila sem eru á rafrænu formi. Nánast öll skjöl sem myndast nú til dags eru á rafrænu formi og því eðlilegt að slík skjöl séu einnig varðveitt á þann hátt til framtíðar.

Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi

  • Einkaskjalasöfn

    Þjóðskjalasafn Íslands á og rekur vefinn „Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi“, sem er afurð samstarfsverkefnis Þjóðskjalasafns Íslands, héraðsskjalasafna og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Á vefnum er nú að finna upplýsingar um rúmlega 7.000 einkaskjalasöfn sem varðveitt eru á 19 vörslustofnunum.