Forsíða

Fréttir

mánudagur, 15. desember 2014 - 14:00

Fjórða tölublað þessa árs af Nordisk Arkivnyt er komið út. Tímaritið er að vanda ríkt af vönduðu efni frá öllum Norðurlöndunum, auk fastra efnisþátta.

Norski ríkisskjalavörðurinn Inga Bolstad
föstudagur, 7. nóvember 2014 - 15:30

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 8. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is.

Skrá yfir vesturfara sem fóru frá Borðeyri árið 1887
mánudagur, 27. október 2014 - 10:45

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi var formlega stofnuð sl. föstudag, 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna. Stofnfundurinn fór fram í Þjóðminjasafni Íslands og kom þar saman fjölmennur hópur fólks sem starfar að varðveislu menningarminja ásamt fulltrúum Almannavarna, Landsbjargar, Rauða krossins og ráðuneyta.

mánudagur, 27. október 2014 - 10:30

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt fyrir þetta ár er nýlega komið út. Tímaritið er tæpar fimmtíu blaðsíður og inniheldur efni frá öllum Norðurlöndunum. Þeir sem eru að lesa nýútkomna bók Gísla Pálssonar um Hans Jónatan, eða hafa hug á að lesa hana, gætu haft gagn og gaman af að lesa grein um aðgengi að dansk-vesturindískum skjalasöfnum eftir danska skjalavörðinn Erik Gøbel.

Höfnin í Christiansted á St. Croix 1815

Pages