Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 28. ágúst 2014 - 11:30

Vegna malbikunarframkvæmda á lóð safnsins verða bílastæði fyrir framan lestrarsal lokuð dagana 1. - 12. september. Gestum er bent á að hægt er að leggja bifreiðum í portinu við aðalinnganginn. Aðkoma að lestrarsalnum verður um gangstétt frá Ásholti á meðan á framkvæmdunum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 27. ágúst 2014 - 12:15

Í júlí síðastliðnum ákvað valnefnd Alþjóða skjalaráðsins (ICA) að þiggja boð Þjóðskjalasafns Íslands um að halda árlega ráðstefnu ICA í Reykjavík dagana 18. til 22. september 2015.

Frá CITRA ráðstefnunni í Reykjavík árið 2001
föstudagur, 22. ágúst 2014 - 14:45

Sigurður Guðmundsson, myndlistamaður og rithöfundur, afhenti nýverið Þjóðskjalasafni Íslands filmur ljósmyndaverka sinna til varanlegrar varðveislu. Ljósmyndaverkin vann Sigurður á árunum 1970 til 1982 og bera þau samheitið Situations.

Eiríkur G. Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson
miðvikudagur, 9. júlí 2014 - 10:45

Yfirlit um námskeið Þjóðskjalasafns Íslands í skjalastjórn og skjalavörslu fyrir veturinn 2014-2015 hefur verið birt á vef safnsins. Vegna framkvæmda við endurbyggingu á kennsluaðstöðu í Þjóðskjalasafni næsta vetur verður breyting á staðsetningu námskeiða og fjölda þeirra. Kennsla fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3.

Námskeið

Pages