Safnanótt 2013

Dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands

í lestrarsal safnsins að Laugavegi 162
föstudaginn 8. febrúar 2013

19:00-24:00 Skjalasýning. Sýnishorn þeirra skjala sem  fyrirlestrar kvöldsins byggjast á.
19:00-24:00 Reyndu að skrifa og lesa gamla skrift. Verðlaunagetraun.
19:00-24:00 Áttu merkileg skjöl? Eiga þau erindi á safn? Komdu og láttu sérfræðinga Þjóðskjalasafns kanna gildi þeirra.
19:00-24:00 Ættfræðihornið: Finndu forfeður í kirkjubókum með aðstoð sérfræðinga Þjóðskjalasafns.
19:30-20:00 Ferð um skjalageymslur Þjóðskjalasafns og kynning á starfsemi safnsins.*
20:30-21:00 Ferð um skjalageymslur Þjóðskjalasafns og kynning á starfsemi safnsins.*
21:15-21:45 Benedikt Eyþórsson, sagnfræðingur og skalavörður:
Sólborg og sýslumaðurinn. „Sólborgarmálið“ frá 1893 rifjað upp í máli og myndum. Svipleg örlög hálfsystkinanna,Sólborgar og Sigurjóns á Svalbarði í Þistilfirði er eitt þekktasta sakamál 19. aldar. Systkinin voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Skáldið Einar Benediktsson, settur sýslumaður Þingeyinga, rannsakaði málið og kvað upp dóm í héraði.
21:45-22:15 Guðný Hallgrímsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði:
Kokkastúlka og kærasta í kaupstað. Rakin verður ævisaga vinnukonu sem meðal annars starfaði hjá dönskum kaupmönnum á Akureyri undir lok 18. aldar og átti í leynilegu ástarsambandi með þekktum dönskum kaupmanni.
22:30-23:00 Ferð um skjalageymslur Þjóðskjalasafns og kynning á starfsemi safnsins.*

*Athugið að 20 manns komast í hverja skoðunarferð. Skráðu þig á staðnum.