Verkefnastyrkir til skönnunar og miðlunar á héraðsskjalasöfnum 2021

miðvikudagur, 26. maí 2021 - 10:00
  • Héraðsskjalasöfn á Íslandi.
    Héraðsskjalasöfn á Íslandi.

Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 9. febrúar 2021 með umsóknarfresti til og með 5. mars. Alls bárust 29 umsóknir frá 12 héraðsskjalasöfnum að upphæð 48.807.710 kr.

Til úthlutunar voru 16.300.000 kr. Úthlutunarnefnd sem í sátu Unnar Ingvarsson, fagstjóri miðlunar, Helga Hlín Bjarnadóttir skjalavörður og Magnús Karel Hannesson, fyrrum sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, mat umsóknir og gerði tillögur til þjóðskjalavarðar. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í framkvæmdastjórn safnsins 23. mars sl. og var ákveðið að úthluta styrkjum til 19 verkefna. Niðurstöður hafa verið sendar umsækjendum.

Úthlutun Þjóðskjalasafns á verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2021 er svofelld:

  Héraðsskjalasafn Verkefni Styrkupphæð
1 Borgarskjalasafn Reykjavíkur Elstu skjöl Reykjavíkur fram til 1900 1.200.000 kr.
2 Borgarskjalasafn Reykjavíkur Manntalsbækur 1920-1971 1.000.000 kr.
3 Héraðsskjalasafnið á Akranesi Gjörðabækur Akraneshreppa ytri og innri 1.000.000 kr.
4 Héraðsskjalasafnið á Akureyri Fundagerðabækur hreppa og Akureyrar 600.000 kr.
5 Héraðsskjalasafnið á Akureyri Fundargerðir sýslunefndar 1875-1940 550.000 kr.
6 Héraðsskjalasafnið á Akureyri Ungmenna- og bindindisfélög í Eyjafirði 900.000 kr.
7 Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Héraðsskjalasafnið Neskaupstað Stafræn afritun hreppsbóka af Austurlandi 1.100.000 kr.
8 Héraðsskjalasafn Árnesinga Hreppsbækur og önnur hreppsgögn úr Árnessýslu 1.200.000 kr.
9 Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga Hreppbækur og önnur hreppsgögn Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu 1.500.000 kr.
10 Héraðsskjalasafn Árnesinga Sýslunefnd Árnessýslu 850.000 kr.
11 Héraðsskjalasafn Borgfirðinga Bækur úr Borgarhreppi í Mýrasýslu 600.000 kr.
12 Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Bréfasafn Mosfellshrepps 1898-1940 1.000.000 kr.
13 Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Gögn nokkurra búnaðarfélaga 1898-1986 400.000 kr.
14 Héraðsskalasafn Skagfirðinga Árgeislinn blað UMF Tindastóls 1908-1952 500.000 kr.
15 Héraðsskalasafn Skagfirðinga Ýmis skjöl frá Flugumýri frá 19. öld 500.000 kr.
16 Héraðsskalasafn Skagfirðinga Elstu hreppagögn úr Skagafirði IV áfangi 870.000 kr.
17 Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu Hreppsbækur Mýra- og Nesjahrepps 1886-1963 930.000 kr.
18 Héraðsskjalasafn Þingeyinga Margvíslegar bækur úr hreppum í Þingeyjarsýslu 1845-1837 700.000 kr.
19 Héraðsskjalasafn Þingeyinga Bréfabækur úr hreppum í Þingeyjarsýslu 1818-1946 900.000 kr.
    Samtals: 16.300.000 kr.