Þjóðskjalasafn hlýtur Gullvottun í hjólavottun vinnustaða

fimmtudagur, 12. mars 2020 - 7:30
  • F.v.: Sesselja Traustadóttir, framkvæmdarstýra Hjólafærnis, Anna Elínborg Gunnarsdóttir sviðsstjóri rekstrar- og varðveislusviðs, skjalaverðirnir Helga Hlín Bjarnadóttir og Andrea Ásgeirsdóttir.
    F.v.: Sesselja Traustadóttir, framkvæmdarstýra Hjólafærnis, Anna Elínborg Gunnarsdóttir sviðsstjóri rekstrar- og varðveislusviðs, skjalaverðirnir Helga Hlín Bjarnadóttir og Andrea Ásgeirsdóttir.

Þjóðskjalasafn hefur hlotið GULLvottun í hjólavottun vinnustaða. Vottunin er tæki til að innleiða markvisst betri hjólreiðamenningu og er liður í innleiðingu á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Er þetta liður í að bæta aðbúnað fyrir bæði gesti og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna ferðamáta.