Sumarlokun í afgreiðslu og á lestrarsal

fimmtudagur, 15. júní 2023 - 9:00
  • Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
    Lestrarsalur Þjóðskjalasafns

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns. Erindi má senda á upplysingar@skjalasafn.is.