Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands

fimmtudagur, 16. nóvember 2023 - 13:45
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
 • Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands
  Skjalasafni Grindavíkurbæjar komið í skjól á Þjóðskjalasafni Íslands

Hátt í hundrað hillumetrum af skjölum Grindavíkurbæjar var komið í skjól í aðgerð sem skipulögð var af Þjóðskjalasafni Íslands og bæjarstjórn Grindavíkur í samráði við Almannavarnir.

Þegar leyfi Almannavarna lá fyrir fóru tíu starfsmenn safnsins ásamt tveimur fulltrúum Grindavíkurbæjar í fylgd björgunarsveitar inn á rautt hættusvæði miðvikudaginn 15. nóvember til þess að sækja skjalasafn bæjarins sem að stærstum hluta var geymt á bæjarskrifstofunum, en þær eru í sigdalnum sem myndast hefur, steinsnar frá sprungunni sem liggur í gegnum bæinn.

Í vel heppnaðri aðgerð tókst að flytja öll mikilvægustu skjöl og gögn bæjarins niður af annarri og þriðju hæð hússins og fylla flutningabíl á einum og hálfum tíma. Að því búnu voru sótt gögn á tvo aðra staði í bænum og eftir rúma tvo tíma á hættusvæðinu yfirgaf hópurinn bæinn og flutti gögnin á Þjóðskjalasafn Íslands til varðveislu.

Áhersla var lögð á að sækja skjöl er varða réttindi bæjarbúa og eru nauðsynleg fyrir stjórnsýslu bæjarins. Meðal annars voru það skjöl sem tengjast málefnum fatlaðra, barnaverndarmál, lóðir og fasteignir, til dæmis teikningasafn bæjarins. Þá voru einnig sótt mannauðsskjöl og málasafn bæjarins.

Mikilvægt er að stjórnsýsla Grindavíkurbæjar geti haldið áfram og að hægt sé að vernda rétt einstaklinga sem bundinn er í skjölum bæjarins. Því var mikil ánægja með að geta aðstoðað bæjaryfirvöld við að ná í skjölin og koma þeim í skjól. Skjölin voru vel skipulögð í skjalageymslum á bæjarskrifstofunum og á þeim stöðum sem þurfti að sækja þau, sem auðveldaði aðgerðina og stytti þann tíma mjög sem dvelja þurfti á hættusvæði.