Skjalafréttir - Nýtt fréttabréf Þjóðskjalasafns Íslands

fimmtudagur, 23. janúar 2014 - 15:15
  • Skjalafréttir
    Skjalafréttir

Þjóðskjalasafn Íslands hefur hafið útgáfu fréttabréfsins Skjalafréttir. Fréttabréfið er sent áskrifendum í tölvupósti. Í Skjalafréttum verða birtar tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, til dæmis tilkynningar um reglur og leiðbeiningarrit og fréttir af athyglisverðum skjalaafhendingum til safnsins. Einnig verða námskeið safnsins auglýst og miðlað fjölbreyttum fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.

Skjalafréttir verða sendar út þegar tilefni gefast og því verður útgáfutíðni ekki regluleg.

Skráðu þig sem áskrifanda að Skjalafréttum.