Námskeið hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum

fimmtudagur, 6. desember 2012 - 13:15
  • Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum á námskeiði um skjalavörslu
    Starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum á námskeiði um skjalavörslu

Þann 9. nóvember var haldið sérstakt námskeið um skjalavörslu fyrir starfsmenn lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum. Á námskeiðinu var farið almennt yfir helstu lög og reglur sem gilda um skjalavörslu opinberra aðila, hverjir séu afhendingarskyldir aðilar og kröfur og fyrirmæli Þjóðskjalasafns til skjalavörslu þeirra. Þá var sérstaklega farið yfir frágang og skráningu pappírsskjalasafna til afhendingar til Þjóðskjalasafns, mikilvægi málalykils og rafræna skjalavörslu, sérstaklega rafræn skjalavörslukerfi og gagnagrunna.
Námskeiðið var haldið að beiðni lögreglustjórans á Suðurnesjum í framhaldi af fyrri námskeiðum sem starfsmenn Þjóðskjalasafns héldu í byrjun hausts á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum, en Þjóðskjalasafn býður upp á að halda sérstök námskeið fyrir stofnanir eða hópa.
Námskeiðið heppnaðist einstaklega vel og sköpuðust líflegar umræður. Starfsfólk Þjóðskjalasafns þakkar góðar móttökur.