Fjölmenni á Rannsóknadegi Þjóðskjalasafns

þriðjudagur, 1. október 2019 - 10:30
  • Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.
    Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns var haldinn mánudaginn 30. september. Fjölmenni kynnti sér hluta þeirra rannsókna sem unnið er að á safninu og í tengslum við það.

Þá kom út rit Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings og fyrrverandi skjalavarðar og sviðsstjóra í Þjóðskjalasafni, Prestaköll, sóknir og prófstsdæmi á Íslandi. Mennta- og menningarmálaráðherra og biskup Íslands veittu fyrstu eintökunum viðtöku.

Þjóðskjalasafnið þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í safnið og fylgdust með dagskránni. Vonir standa til að Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns verði árlegur viðburður.