Breyting á starfsliði Þjóðskjalasafns

föstudagur, 24. ágúst 2012 - 17:15
  • Unnur Birna Karlsdóttir
    Unnur Birna Karlsdóttir

Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur lét af störfum hjá Þjóðskjalasafni Íslands í dag. Unnur hóf störf á skjalasviði safnins 1. júní 2004 og hefur starfað þar síðan. Hún tekur við starfi safnstjóra Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum um næstu mánaðamót.

Unni var haldið kveðjuhóf undir lok dagsins. Þar voru henni þökkuð vel unnin störf og færð gjöf að skilnaði frá safninu og starfsmönnum þess.