Dagskrá Safnanætur 2017 í Þjóðskjalasafni Íslands

Páll Árnason, lögreglumaður nr. 2
Tími Atburður
18:00-23:00 Glæpur og refsing – skjalasýning
Í Þjóðskjalasafni Íslands verður sýning á ýmsum skjölum sem tengjast löggæslu og fangelsis-málum á 19. og 20. öld. Sýningin verður í tengslum við aðra viðburði í Þjóðskjalasafni Íslands á Safnanótt.
18:15 Vasaljósaferðir í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.
19:15 Vasaljósaferðir í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.
20:00 Lög og réttur í skjölum
Unnar Ingvarsson skjalavörður fjallar um löggæslu á Íslandi á 19. öld og fram á miðja 20. öld. Sérstök áhersla verður lögð á þau sköl sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands. Hvers konar upplýsingar má fá með lestri skjala sem tengjast efninu?
20:30 Lögreglumaður nr 2
Páll Benediktsson, fyrrverandi fréttamaður, fjallar um afa sinn og nafna, Pál Árnason lögreglu-mann nr. 2 í Reykjavík, en hann starfaði við löggæslu í Reykjavík á fyrstu árum 20. aldar.
21:00 Hegningar, húðstrýkingar eða betrun
Hjörleifur Stefánsson arkitekt segir sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem byggt var árið 1874. Eins og kunnugt er var húsið þar til nýlega notað sem fangelsi. En þar var einnig dómhús og ráðhús um tíma.
22:15 Vasaljósaferðir í skjalageymslur
Gestum verður boðið upp á ferðir í skjalageymslur okkar. Hámarksfjöldi í hverja ferð er 20 og tekur hver ferð um 40 mínútur. Til að tryggja pláss í ferðina er æskilegt að skrá sig fyrirfram á vef Þjóðskjalasafns.