Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 15. janúar 2019 - 8:30

Allt frá árinu 2013 hefur verið í undirbúningi að gera gagngerar endurbætur á einu geymsluhúsnæði Þjóðskjalasafns Íslands, svokölluðu húsi 5 við Laugaveg 164. Endurbætur hússins myndu auka geymslupláss Þjóðskjalasafns um 15.000 hillumetra. Upphaflegar áætlanir stefndu að því að húsið yrði tilbúið til notkunar árið 2017.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 8. janúar 2019 - 9:45

Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 hefur Þjóðskjalasafn Íslands eftirlit með rekstri héraðsskjalasafna. Árið 2017 sendi Þjóðskjalasafn héraðsskjalasöfnum spurningakönnun í því skyni að uppfylla þessa eftirlitsskyldu sína. Í desember síðastliðnum kom út skýrsla með samanteknum niðurstöðum úr þessari eftirlitskönnun.

Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna 2017
miðvikudagur, 5. desember 2018 - 12:45

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra afhenti Þjóðskjalasafni stafræn afrit af um 22.000 skjölum úr ríkisskjalasafni Danmerkur um samskipti Íslands og Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar, en þau skjöl hafa nú að hluta til verið gerð aðgengileg á nýjum stafrænum heimildavef Þjóðskjalasafns Íslands.

Lars Løkke Rasmusen forsætisráðherra ávarpar gesti
þriðjudagur, 4. desember 2018 - 13:45

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, opnaði nýjan miðlunarvef Þjóðskjalasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 1. desember sl. Hlutverk vefjarins er að safna á einn stað öllum stafrænum heimildum safnsins og leggja notandanum lið við að notfæra sér þær.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar nýja vefinn.
miðvikudagur, 26. september 2018 - 16:45

Þriðja bindið af skjölum Landsnefndarinnar fyrri er komið út og verður útgáfunni fagnað með hátíðardagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 27. september kl. 17:00 - 18:30. 

Dagskrá 

Landsnefndin fyrri - 3. bindi
fimmtudagur, 20. september 2018 - 15:15

Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Titillinn er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Rétt eins og þetta þekkta bókmenntaverk fjallar Lífsblómið um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er.

Lífsblómið - fullveldi Íslands í 100 ár

Pages