Forsíða

Fréttir

mánudagur, 30. janúar 2017 - 16:00

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 3. febrúar 2017, en þá verða  söfn á höfuðborgarsvæðinu með opið hús og kynna starfsemi sína.

Páll Árnason, lögreglumaður nr. 2
fimmtudagur, 26. janúar 2017 - 14:45

Nýskipaður mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, heimsótti Þjóðskjalasafn Íslands í dag. Þar kynnti hann sér starfsemi safnsins og hitti starfsfólk. Í tilefni heimsóknarinnar fékk ráðherra að gjöf sérhannaða grillsvuntu með áprentaðri mynd úr manntalinu 1703. Þar má sjá lista yfir heimilisfólk í Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði á þeim tíma sem manntalið var tekið.

Mennta- og menningarmálaráðherra með svuntuna góðu
fimmtudagur, 22. desember 2016 - 9:00

Fjórða tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2016 var að koma úr prentun. Að vanda er blaðið stútfullt af vönduðu efni sem áhugafólk um starfsemi skjalasafna og margir aðrir gætu haft áhuga á að kynna sér. Meðal annars svara 12 einstaklingar spurningu um hvaða hæfileikum skjalavörður framtíðar þurfi að vera gæddur. Með þessu tölublaði lýkur sextugasta afmælisári tímaritsins.

Nordisk Arkivnyt 2016-4
miðvikudagur, 7. desember 2016 - 11:30

Á undanförnum árum hefur Alþýðuflokkurinn og einstaklingar innan hans unnið mikið starf við að afhenda gögn sín til Þjóðskjalasafns. Þar er að finna mikið magn heimilda um íslensk stjórnmál á 20. öld og raunar til þessa dags. Enn er unnið að afhendingu gagna frá ýmsum sem gegndu trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Fyrsta gerðabók ASÍ

Pages