Fréttir

fimmtudagur, 20. október 2016 - 14:45

Á árunum 1952-1953 komu þeir Michael McAleer og David Ainge til Íslands á vegum Genealogical Society of Utah og mynduðu skjöl á míkrófilmur með leyfi ríkisstjórnarinnar. Alls tóku þeir um 1,3 milljónir mynda af margvíslegum skjölum sem snertu persónusögu með einhverjum hætti. Samanlögð lengd filmanna var um 35 km.

Terry M. Shepherd og Lillian Johnson Shepherd í vinnustofu sinni í Þjóðskjalasafni Íslands
þriðjudagur, 25. október 2016 - 16:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands sem gerð var 2014-2015. Mikilvægt er að afhendingarskyldir aðilar hafi skjalageymslur sem uppfylla strangar kröfur um varðveislu og aðgengi að gögnunum, meðal annars til að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra eða óleyfilegan aðgang að upplýsingum.

Úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands. Heildarskýrsla
þriðjudagur, 8. nóvember 2016 - 16:30

Laugardaginn 12. nóvember verður haldin ráðstefna í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, um skjöl landsnefndarinnar fyrri 1770-1771.

Landsnefndin fyrri 1770-1771

Pages