Fréttir

þriðjudagur, 3. maí 2016 - 17:45

Þann 26. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir málstofu um varðveislu rafrænna gagna í samvinnu við Ríkisskjalasafn Danmerkur. Tveir sérfræðingar í varðveislu rafrænna gagna frá Ríkisskjalasafni Danmerkur og fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands flytja erindi.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 2. september 2016 - 16:30

Eins og undanfarin ár býður Þjóðskjalasafn Íslands upp á námskeið í skjalavörslu afhendingarskyldra aðila veturinn 2016-2017. Þjóðskjalasafn Íslands á, samkvæmt lögum, að leiðbeina þeim sem starfa í skjalavörslu og eru námskeiðin sem boðið upp á hluti af því verkefni safnsins.

Þjóðskjalasafn Íslands
laugardagur, 1. október 2016 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands ásamt Landsskjalasafni Færeyja og Landsskjalasafni Grænlands stóðu fyrir sameiginlegum fundi um varðveislu rafrænna gagna í Þjóðskjalasafni 20. – 21. september sl. Söfnin fylgja öll aðferðarfræði og regluverki Ríkisskjalasafns Danmerkur í varðveislu rafrænna gagna og því þótti tilvalið að starfsmenn þeirra sem sinna varðveislu rafrænna gagna hittust til samráðs.

Umræður á vestnorrænum fundi um varðveislu rafrænna gagna

Pages