Skjöl landsnefndarinnar 1770-1771 - ráðstefna

þriðjudagur, 8. nóvember 2016 - 16:30
  • Landsnefndin fyrri 1770-1771
    Landsnefndin fyrri 1770-1771

Laugardaginn 12. nóvember verður haldin ráðstefna í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, um skjöl landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Ráðstefnan fer fram á Norræna skjaladeginum og er haldin í tilefni af því að um þessar mundir kemur út annað bindið af sex í heildarútgáfu á skjölum landsnefndarinnar, en útgáfan er samstarfsverkefni Þjóðskjalasafns Íslands, Sögufélags og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Við þetta tækifæri verður einnig opnaður vefur þar sem frumskjöl nefndarinnar eru birt. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson opnar ráðstefnuna, sem stendur frá kl 13:00-17:00. Dagskrá ráðstefnunnar er hér að neðan og einnig má hlaða henni niður á PDF formi.

Á sama tíma verða sýnd skjöl sem tengjast umfjöllunarefni Norræna skjaladagsins sem ber yfirskriftina: „Til hnífs og skeiðar“. Þar verða sýnd skjöl sem tengjast matvælaöflun, úrvinnslu matvæla eða jafnvel skorti á matvælum.

Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og sýningu safnsins og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá ráðstefnunnar

Kl 13:00 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setur ráðstefnuna og flytur ávarp.
Kl 13:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður kynnir landsnefndarverkefnið og annað bindi skjalanna.
Rigsarkivar Asbjørn Hellum opnar vefinn landsnefndin.is.
Kl 13:30-14:50 Forelæsninger på dansk - fyrirlestrar á dönsku.
  • Christina Ax - De islandske præster og almuen.
  • Leon Jespersen - Landkommissionen i et større perspektiv - baggrund og formål.
  • Auður Hauksdóttir - Brevene og islændingenes møde med dansk sprog og kultur.
Kaffihlé
Kl 15:00-16:00 Fyrirlestrar á íslensku - forelæsninger på islandsk.
  • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir - Verkefni Landsnefndarinnar fyrri - ferðalög, skjalasafnið og bréfritarar.
  • Jóhannes B. Sigtryggsson - Um íslensku í bréfum til Landsnefndarinnar.
  • Helga Hlín Bjarnadóttir - Húsagi og landsagi í uppkasti Þorkels Fjeldsteds að landsagatilskipun 1770.
Stutt hlé
Kl 16:10-17:00 Fyrirlestrar á íslensku, framhald - forelæsninger på islandsk, fortsat.
  • Gunnar Örn Hannesson - Frumathuganir á innsiglum í landsnefndarskjölunum.
  • Hrefna Róbertsdóttir - Hreppstjóraembættið - hlutverk og viðhorf 1770.
  • Ráðstefnuslit.

Dagskráin á PDF formi (227 KB).