Skýrsla um úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands

þriðjudagur, 25. október 2016 - 16:45
  • Úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands. Heildarskýrsla
    Úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands. Heildarskýrsla

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um úttekt á skjalageymslum Stjórnarráðs Íslands sem gerð var 2014-2015. Mikilvægt er að afhendingarskyldir aðilar hafi skjalageymslur sem uppfylla strangar kröfur um varðveislu og aðgengi að gögnunum, meðal annars til að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra eða óleyfilegan aðgang að upplýsingum. Í skýrslunni er að finna megin niðurstöður úttektarinnar og tillögur til úrbóta en niðurstöður fyrir hvert ráðuneyti voru sendar viðkomandi ráðuneyti í desember 2015.

Við úttektina var notast við alþjóðlegan staðal um skjalageymslur, ISO11799:2003. Information and documentation - Document storage requirements for archive and library materials og leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands þar sem fram koma kröfur til skjalageymslna. Þetta er í fyrsta skipti sem Þjóðskjalasafn gerir slíka úttekt á skjalageymslum ráðuneytanna og er stefnt að því að fylgja niðurstöðum úttektarinnar eftir á næsta ári. Skýrslan er gefin út á vef Þjóðskjalasafns.