Fréttir

þriðjudagur, 5. apríl 2016 - 11:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga stóðu fyrir námskeiði um skjalavörslu og skjalastjórn opinberra aðila á Egilsstöðum föstudaginn 1. apríl sl. Á námskeiðinu, sem stóð yfir í heilan dag, var farið yfir alla helstu þætti í skjalahaldi opinberra aðila.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
fimmtudagur, 14. apríl 2016 - 12:30

Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á þessu ári er komið út, efnisríkt að vanda, alls 56 blaðsíður. Þar er að finna fréttir af starfsemi norrænu skjalasafnanna og fróðlegar greinar sem henni tengjast.

Nordisk Arkivnyt 2016-1
miðvikudagur, 27. apríl 2016 - 17:45

Út er komið fyrsta bindið af sex af skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá árunum 1770-1771. Í dag afhenti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi fyrstu eintök bókarinnar við hátíðlega athöfn í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins, að viðstöddum gestum og starfsfólki safnsins.

Uppdráttur Þorkels Fjeldsteds landsnefndarmanns af Reykhólum í Barðastrandarsýslu

Pages