Námskeið um skjalavörslu veturinn 2016-2017

föstudagur, 2. september 2016 - 16:30
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Eins og undanfarin ár býður Þjóðskjalasafn Íslands upp á námskeið í skjalavörslu afhendingarskyldra aðila veturinn 2016-2017. Þjóðskjalasafn Íslands á, samkvæmt lögum, að leiðbeina þeim sem starfa í skjalavörslu og eru námskeiðin sem boðið upp á hluti af því verkefni safnsins.

Hvert námskeið verður kennt einu sinni á tímabilinu, sjá námsskrá vetrarins.

Til að koma við móts við þarfir þeirra sem hafa áhuga á að nýta sér námskeiðin en eiga óhægt með það, m.a. vegna fjarlægðar, er boðið upp á fjarfundaþjónustu. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu taka það fram við skráningu og fá leiðbeiningar sendar í tölvupósti áður en námskeiðið hefst.

Á forsíðu vefjarins eru upplýsingar um næstu námskeið undir fyrirsögninni Á döfinni. Til að skrá sig á námskeið þarf að fylla út sérstakt skráningarform.