Vestnorræn fundur um varðveislu rafrænna gagna

laugardagur, 1. október 2016 - 9:45
  • Umræður á vestnorrænum fundi um varðveislu rafrænna gagna
    Umræður á vestnorrænum fundi um varðveislu rafrænna gagna
  • Garðar Kristinsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafni, sýnir Mikkel Nohr Jensen frá Grænlandi og Sámal Tróndur Johansen frá Færeyjum rafrænt viðtökuverkstæði Þjóðskjalasafns
    Garðar Kristinsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafni, sýnir Mikkel Nohr Jensen frá Grænlandi og Sámal Tróndur Johansen frá Færeyjum rafrænt viðtökuverkstæði Þjóðskjalasafns
  • Fulltrúar frá Þjóðskjalasafni Íslands, Landsskjalasafni Færeyja og Landsskjalasafni Grænlands sóttu fundinn
    Fulltrúar frá Þjóðskjalasafni Íslands, Landsskjalasafni Færeyja og Landsskjalasafni Grænlands sóttu fundinn

Þjóðskjalasafn Íslands ásamt Landsskjalasafni Færeyja og Landsskjalasafni Grænlands stóðu fyrir sameiginlegum fundi um varðveislu rafrænna gagna í Þjóðskjalasafni 20. – 21. september sl. Söfnin fylgja öll aðferðarfræði og regluverki Ríkisskjalasafns Danmerkur í varðveislu rafrænna gagna og því þótti tilvalið að starfsmenn þeirra sem sinna varðveislu rafrænna gagna hittust til samráðs. Flutt voru erindi um lagaumhverfi, leiðbeiningar og stöðu rafrænnar vörslu í löndunum. Fundarmenn miðluðu af reynslu sinni og ræddu um sameiginleg hagsmunamál safnanna í vörslu rafrænna gagna og lausn verkefna. Fundurinn tókst vel og var ákveðið að halda áfram samstarfi á þessum vettvangi og styrkja þannig sérfræðiþekkingu í varðveislu rafrænna gagna í Vestnorrænu ríkjunum þremur.