Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 27. ágúst 2020 - 14:15

Vegna frétta í fjölmiðlum og yfirlýsingar Verðlagsstofu skiptaverðs á vef stofnunarinnar 25. ágúst sl. um tilurð skjals sem fannst nýlega á aflögðu gagnadrifi stofnunarinnar hefur Þjóðskjalasafn Íslands hafið athugun á hvort að skjalavarsla og skjalastjórn Verðlagsstofu skiptaverðs sé í samræmi við lög.

laugardagur, 1. ágúst 2020 - 11:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur ákveðið að grípa til eftirfarandi aðgerða vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda, sbr. auglýsingu nr. 758/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á hádegi 31. júlí 2020:

COVID-19 heimsfaraldur
miðvikudagur, 1. júlí 2020 - 12:45

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður var í viðtali í fréttum RÚV klukkan níu í morgun og fjallaði um nýja eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar 2020. Könnunin leiddi m.a. í ljós að víða er pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins þó að eitt og annað sé þar á réttri leið.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Mynd: RÚV/Óðinn Jónsson.
þriðjudagur, 23. júní 2020 - 9:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar 2020. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu ályktanir og niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalamálum ríkisins.

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020
laugardagur, 20. júní 2020 - 12:45

Rakel Olsen afhenti þann 18. júní sl. einkaskjalasafn Sigurðar Ágústssonar (1897-1976) alþingismanns og kaupmanns í Stykkishólmi Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafn Sigurðar er 11 hillumetrar að stærð og geymir fjölbreyttar heimildir um ævi og störf Sigurðar, allt frá persónulegum bréfum og dagbókum til viðskipta og stjórnmálastarfs hans.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Rakel Olsen undirrita samning um afhendingu einkaskjalasafns Sigurðar Ágústssonar til Þjóðskjalasafns.
föstudagur, 29. maí 2020 - 16:15

Græni hópurinn hjá Þjóðskjalasafni tók í dag við viðurkenningu frá Umhverfisstofunin í tilefni þess að Þjóðskjalasafn hefur tekið 2., 3. og 4. Græna skrefið. Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið hratt og öruglega fyrir sig hjá Þjóðskjalasafni.

Græni hópurinn í Þjóðskjalasafni ásamt Hildi Harðardóttur frá Umhverfisstofnun. F.v.: Helga Hlín Bjarnadóttir, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, Anna Elínborg Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Hannesson, Hildur Harðardóttir og Bjarni Þórðarson.

Pages