Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 20. október 2020 - 11:45

Ákveðið hefur verið að framlengja sóttvarnarráðstafanir í Þjóðskjalasafni sem auglýstar voru 7. október til 2. nóvember nk. Þjónusta Þjóðskjalasafns verður því með eftirfarandi hætti:

COVID-19 heimsfaraldur
fimmtudagur, 8. október 2020 - 1:45

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda verður öll afgreiðsla Þjóðskjalasafns í gegnum síma eða með rafrænum hætti. Ákveðið hefur verið að takmarka starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og hafa aðgerðirnar áhrif á þjónustu safnsins við almenning og afhendingarskylda aðila. Þjónusta Þjóðskjalasafns verður frá og með fimmtudeginum 8. október til og með 19. október 2020 með eftirfarandi hætti:

COVID-19 heimsfaraldur
þriðjudagur, 6. október 2020 - 14:45

Veturinn 2020-2021 mun Þjóðskjalasafn Íslands bjóða upp á námskeið um ýmsa þætti skjalavörslu. Notast verður við fjarfundarbúnaðinn Teams.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 1. október 2020 - 11:15

Í sumar unnu sagnfræðinemarnir Daníel Godsk Rögnvaldsson og Atli Björn Jóhannesson að því að endurskrá og skanna gögn sem tengdust hernáminu og eru varðveitt í skjalaafhendingum utanríkisráðuneytisins til Þjóðskjalasafns. Verkefnið unnu þeir fyrir tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Bréf Vilhjálms Þór til Hermanns Jónassonar forsætisráðherra 19. júní 1940.
mánudagur, 7. september 2020 - 15:30

Þjóðskjalasafn Íslands mun halda árlega vorráðstefnu safnsins í beinni vefútsendingu þriðjudaginn 15. september næstkomandi kl. 10-11:30. Upphaflega stóð til að halda vorráðstefnuna í maí síðastliðnum en nauðsynlegt var að fresta henni vegna sóttvarnarráðstafna.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 1. september 2020 - 8:30

Í vikunni hefst kennsla í diplómanámi í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða nýja 30 eininga námsleið sem er kennd í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands. Námið er opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed. prófi og hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.

Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður.

Pages