Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 20. febrúar 2020 - 13:15

Þann 3. febrúar síðastliðinn sendi Þjóðskjalasafn Íslands út rafræna eftirlitskönnun um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila ríkisins. Er þetta í fjórða skipti sem slík könnun er framkvæmd en síðast var það árið 2016. Niðurstöður voru gefnar út í skýrslum sem aðgengilegar eru á vef Þjóðskjalasafns.

fimmtudagur, 13. febrúar 2020 - 18:15

Veðurstofan hefur spáð aftakaveðri á morgun og fært viðbúnaðarstig á Suðvestur- og Suðurlandi upp á rautt stig. Af þeim sökum verður Þjóðskjalasafn lokað á morgun (föstudag), bæði afgreiðsla og lestrarsalur.

Rauð viðvörun vegna aftakaveðurs
fimmtudagur, 6. febrúar 2020 - 11:15

Í gær var Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir verk sitt: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, en Hagþenkir hefur um árabil veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands.
miðvikudagur, 5. febrúar 2020 - 13:15

Þjóðskjalasafn Íslands og óbyggðanefnd undirrituðu í gær samning um gagnaöflun Þjóðskjalasafns fyrir óbyggðanefnd.

Undirritun samnings
þriðjudagur, 4. febrúar 2020 - 11:15

Frá upphafi hefur veður líklegast verið eftirlætis umræðuefni Íslendinga. Í tilefni af 100 ára afmæli Veðurstofu Íslands mun Þjóðskjalasafnið í samvinnu við Veðurstofuna fjalla um margvíslegt efni sem tengist veðri, jöklum, eldgosum og skriðuföllum á Safnanótt 2020. Sérfræðingar Veðurstofunar munu flytja fyrirlestra um fjölbreytt efni og sýnd verða skjöl sem tengjast efninu.

Óveður 16. september 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas fórst við Áltanes á Mýrum.
þriðjudagur, 21. janúar 2020 - 12:15

Jarðvísindastofun Háskóla Íslands hefur gert jarðskjálftarit (seismograms) frá árunum 1910-2010 aðgengileg til rannsókna. Gert er ráð fyrir að alls sé um að ræða um 300.000 pappírsafrit og er þegar búið að skanna tæplega 138.000 blöð.

Jarðskjálftarit

Pages