Forsíða

Fréttir

mánudagur, 17. janúar 2011 - 10:15

Vinningshafi í verðlaunagetraun Norræna skjaladagsins 2010 var Guðný Hafdís Svavarsdóttir bókavörður á Hornafirði og hlaut hún í vinning bókina Bréf til Jóns Sigurðssonar forseta 1855-1875. Vinningshafinn 2009 var einnig Hornfirðingur, hin 10 ára Elín Ása Heiðarsdóttir.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Sigurður Örn Hannesson héraðsskjalavörður á Höfn Guðnýju verðlaunin.

Guðný Hafdís Svavarsdóttir og Sigurður Örn Hannesson
fimmtudagur, 6. janúar 2011 - 14:45

Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskylda aðila voru birtar í Stjórnartíðindum þann 30. desember sl. og tóku þær gildi nú 1. janúar 2011. Leiðbeiningar með reglunum verða birtar á vef Þjóðskjalasafns innan skamms. Hægt er að sjá reglurnar hér.

Reglur
miðvikudagur, 5. janúar 2011 - 11:30

Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í verkefni norrænna og baltneskra landa og hefur hlotið styrk til þess frá sænska rannsóknarsjóðnum VINNOVA, en sjóðurinn er í samstarfi við RANNÍS.

VINNOVA logo

Pages