Málalyklar, spjallborð um flokkunarkerfi fyrir málasafn

þriðjudagur, 6. október 2015 - 9:00
Heiti námskeiðs Málalyklar, spjallborð um flokkunarkerfi fyrir málasafn.
Leiðbeinandi Njörður Sigurðsson
Dagsetning 6. október 2015
Tími 09:00-11:00
Staðsetning Þjóðskjalasafn Íslands, Laugavegi 162. Gengið inn um portið og upp á 3. hæð.
Fjöldi 15
Námskeiðsgjald 7.700 kr
Fyrir hverja Skjalastjóra, umsjónarmenn skjalasafna og aðra starfsmenn skjalavörslu hjá opinberum stofnum ríkisins og sveitarfélögum sem eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni (Árneshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Seltjarnarneskaupstaður, Snæfellsbær, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Álftanes, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð).
Námskeiðslýsing Fræðsla um málalykla verður að þessu sinni í formi svokallaðs spjallborðs. Í spjallborðinu verður rætt um helstu atriði sem snúa að reglum um málalykla afhendingarskylda aðila og gerð þeirra. Þátttakendur þurfa að kynna sér reglur, leiðbeiningar og talglærur fyrir spjallborðið. Á spjallborði mætast allir þátttakendur á jafnréttisgrundvelli og ræða um viðfangsefnið.
Skráning Skráðu þig á námskeiðið.