Safnanótt 2015

föstudagur, 16. janúar 2015 - 15:45
  • Flöskumiðar
    Flöskumiðar

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 6. febrúar nk. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í lestrarsal safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00. Á þessu ári eru 100 liðin frá því að áfengisbann tók gildi á Íslandi og af því tilefni verður dagskrá Þjóðskjalasafns tileinkuð þeim tímamótum.

Á dagskrá verða hefðbundnir liðir eins og skjalasýning og skoðunarferðir í skjalageymslurnar. Trúbador verður á staðnum og flytur tónlist milli erinda, sem verða helguð bjórnum og bannárunum. Brynja B. Birgisdóttir sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns flytur stutt erindi um „Öl í öndverðu“ og Unnar Ingvarsson skjalavörður verður með erindi sem nefnist „Brugg í skjóli banns“. Þá mun Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ræða um afstöðu almennings og stjórnmálamanna til bjórsins á bannárunum og varpa ljósi á það af hverju bjórbanni á Íslandi var ekki létt fyrr en árið 1989. Loks mun Stefán Pálsson sagnfræðingur flytja erindið „Öl í aldarfjórðung“ þar sem því verður svarað hvernig þjóð skapar sér bjórmenningu á aldarfjórðungi og helstu einkenni og þróun íslenska bjórsamfélagsins verða reifuð.

Skoða dagskrá Safnanætur 2015 í Þjóðskjalasafni.