Safnanótt 2014

Eldklerkur

Móðan og myrkrið

Dagskrá Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt 7. febrúar 2014

19:00-24:00 Skjalasýning.
Sýnishorn skjala sem erindi kvöldsins eru byggð á.
19:00-24:00 Geturðu ráðið í gamla skrift?
Gestum gefst kostur á að spreyta sig á handritalestri. Verðlaunagetraun.
19:00-24:00 Ættfræðihornið.
Finndu forfeður í kirkjubókum með aðstoð sérfræðinga safnsins.
19:30 Vasaljósaferð í skjalageymslur Þjóðskjalasafns og stutt kynning á starfsemi safnsins.*
20:30 Vasaljósaferð í skjalageymslur Þjóðskjalasafns og stutt kynning á starfsemi safnsins.*
21:00 Eldklerkurinn.
Möguleikhúsið flytur kafla úr hinum vinsæla einleik um eldklerkinn Jón Steingrímsson.
21:20 Ármann Höskuldsson, sérfræðingur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir frá Lakagígum og hinum afdrifaríku eldsumbrotum sem hófust sumarið 1783.
21:50 Samtímaheimildir um Skaftárelda og móðuharðindin. Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur flytur erindi um frumheimildir sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands.
22:20 Eldklerkurinn.
Möguleikhúsið flytur kafla úr hinum vinsæla einleik um eldklerkinn Jón Steingrímsson.
23:00 Vasaljósaferð í skjalageymslur Þjóðskjalasafns og stutt kynning á starfsemi safnsins.*

* Athugið að 20 manns komast í hverja ferð, skráning á staðnum.