Verkefnastyrkir til skönnunar á skjölum í héraðsskjalasöfnum

fimmtudagur, 9. maí 2019 - 13:45
  • Stafræn miðlun.
    Stafræn miðlun.

Í fjárlögum ársins 2019 kemur fram að fjárveiting til héraðsskjalasafna er 31,5 m.kr. Þar af er rekstrarframlag 15.200.000 kr. og verkefnastyrkur 16.300.000 kr. Frá áramótum 2016 var Þjóðskjalasafni Íslands með fjárlögum falið nýtt úthlutunarverkefni, að úthluta til héraðsskjalasafna verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valinna skjalaflokka.

Auglýst var eftir verkefnastyrkjum þann 11. febrúar sl. Alls bárust 22 umsóknir frá 8 héraðsskjalasöfnum. Samtals var sótt um 36.736.000 kr. Sérstök nefnd, skipuð Önnu E. Gunnarsdóttur fjármálastjóra Þjóðskjalasafns, Unnari Ingvarssyni sérfræðingi á Þjóðskjalasafni og Magnúsi Karel Hannessyni fyrrum sviðssjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, mat umsóknir og gerði tillögur um styrkveitingar. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í framkvæmdastjórn safnsins 16. apríl sl. og var ákveðið að úthluta styrkjum til 15 verkefna. Niðurstöður hafa verið sendar umsækjendum.

Úthlutun Þjóðskjalasafns á verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2019 er svofelld:

Styrkþegar Upphæð styrks
Héraðskjalasafnið á Akureyri 2.000.000
Héraðskjalasafnið á Akureyri 1.200.000
Héraðskjalasafn Árnesinga 1.000.000
Héraðskjalasafn Árnesinga 700.000
Héraðskjalasafn Árnesinga 1.500.000
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 2.000.000
Borgarskjalasafn Reykjavíkur 1.200.000
Borgarskjalasafn Reykjavíkur 1.200.000
Borgarskjalasafn Reykjavíkur 1.100.000
Héraðsskjalasafn Borgfirðinga 500.000
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar 700.000
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar 600.000
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 500.000
Héraðsskjalasafn Þingeyinga 1.200.000
Héraðsskjalasafn Þingeyinga 900.000
Samtals 16.300.000