Nordisk Arkivnyt 4. tbl. 2014 er komið út

þriðjudagur, 16. desember 2014 - 13:45
  • Norski ríkisskjalavörðurinn Inga Bolstad
    Norski ríkisskjalavörðurinn Inga Bolstad

Fjórða tölublað þessa árs af Nordisk Arkivnyt er komið út. Tímaritið er að vanda ríkt af vönduðu efni frá öllum Norðurlöndunum, auk fastra efnisþátta.

Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður minnist 60 ára afmælis Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands rekur hvernig greining á skjalasöfnum sýslumanna varpar ljósi á skjalahald þeirra og embættisfærslur. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður skrifar um árlega ráðstefnu ICA í Reykjavík dagana 27. til 29. september 2015.

Fjallað er um ráðstefnu vestnorrænu skjalasafnanna sem haldin var á Grænlandi 25. - 29. ágúst sl. sumar og árlega ráðstefnu ICA í Girona á Spáni 13. - 15. október sl. Þá er kynning á nýjum ríkisskjalaverði Norðmanna, Ingu Bolstad, yfirlit um efnisinnihald tímaritsins á árinu 2014 og margt fleira forvitnilegt. Tímaritið er 56 blaðsíður í A4 broti.