Kallað eftir skjölum kvenna

föstudagur, 20. mars 2015 - 7:45
  • Halldóra Kristinsdóttir á handritasafni Landsbókasafns kynnir verkefnið
    Halldóra Kristinsdóttir á handritasafni Landsbókasafns kynnir verkefnið
  • Njörður Sigurðsson sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni segir frá söfnun einkaskjala og hlutverki Þjóðskjalasafns
    Njörður Sigurðsson sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni segir frá söfnun einkaskjala og hlutverki Þjóðskjalasafns
  • Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir frá söfnunarátaki Borgarskjalasafns á skjölum kvenna
    Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir frá söfnunarátaki Borgarskjalasafns á skjölum kvenna
  • Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns segir frá skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
    Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns segir frá skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
  • Sýnishorn skjalanna
    Sýnishorn skjalanna
  • Úr skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
    Úr skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
  • Halldóra Kristinsdóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Njörður Sigurðsson, Svanhildur Bogadóttir og Auður Styrkársdóttir
    Halldóra Kristinsdóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Njörður Sigurðsson, Svanhildur Bogadóttir og Auður Styrkársdóttir
  • Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur afhendir Braga Þorgrími Ólafssyni fagstjóra handritasafns skjöl sín til varanlegrar varðveislu í tilefni dagsins
    Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur afhendir Braga Þorgrími Ólafssyni fagstjóra handritasafns skjöl sín til varanlegrar varðveislu í tilefni dagsins

Í gær var þjóðarátaki í söfnun skjala kvenna hleypt af stokkunum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Átakið er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóðskjalasafns Íslands, Borgarskjalasafns og héraðsskjalasafna og hugsað sem hvatning til landsmanna til að afhenda þau á skjalasöfn.

Af því tilefni afhenti Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur teikniblokk sína handritasafni Landsbókasafns til varanlegrar varðveislu ásamt því að Halldóra Kristinsdóttir á handritasafni Landsbókasafns kynnti verkefnið. Þá hélt Njörður Sigurðsson sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni stutta tölu um söfnun einkaskjala og hlutverk Þjóðskjalasafns, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður sagði frá söfnunarátaki Borgarskjalasafns á skjölum kvenna og Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns sagði frá skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason sem afhent var safninu fyrir stuttu.

Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar og því merkilegar heimildir. Tekið er við skjölum í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Kvennasögusafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Borgarskjalasafni og héraðsskjalasöfnum og eru starfsmenn safnanna boðnir og búnir að veita ráðsgjöf og aðstoð varðandi frágang og skil á gögnunum.