Áhrif boðaðra verkfallsaðgerða á starfsemi Þjóðskjalasafns

mánudagur, 12. október 2015 - 14:15
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Félagar í SFR hafa samþykkt og boðað verkfallsaðgerðir, sem fela í sér vinnustöðvanir eins og hér er lýst, enda hafi samningar ekki náðst fyrir 15. október.

  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015.
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015.
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015.
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015.
  • Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015.

Sjá nánar um verkfallsaðgerðir á vef BSRB.

Verði af þessum aðgerðum mun það hafa áhrif á starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands sem hér segir:

  • Símsvörun og og afgreiðslu verður lokað fyrir hádegi á verkfallsdögunum.
  • Ekki verður unnt að afgreiða afrit úr veðmálabókum á verkfallsdögunum.
  • Ekki verður unnt að afgreiða pöntuð skjöl á lestrarsal á verkfallsdögunum.
  • Lestrarsalurinn verður lokaður föstudaginn 16. október.