Fjórða bindi skjala Landsnefnarinnar fyrri 1770-1771 - útgáfuhóf

þriðjudagur, 5. nóvember 2019 - 16:15

 

Útgáfu fjórða bindis skjala Landsnefnarinnar fyrri 1770-1771 verður fagnað í Þjóðskjalasafni Íslands þriðjudaginn 5. nóvember n.k. Dagskráin hefst klukkan 16:15 og er áætlað að henni ljúki um 17:30.

Útgáfa skjala Landnefndarinnar er samstarfsverkefni Þjóðskjalasafns Íslands, Sögufélags og danska ríkisskjalasafnsins. Ritstjórar verksins eru þær Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir.

Flutt verða þrjú stutt erindi og gefst gestum tækifæri til að kaupa bókina á vildarkjörum.

  • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir:
    Ísland 1770 í augum háembættismanna. Fjórða bindi Landsnefndarskjala.
  • Guðrún Ása Grímsdóttir:
    Fáein orð um Finn Jónsson Skálholtsbiskup og svör hans til Landsnefndarinnar.
  • Hrefna Róbertsdóttir:
    Skúli Magnússon landfógeti hefur orðið. Varnarrit fyrir Innréttingarnar.