Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna

þriðjudagur, 6. febrúar 2018 - 9:00
Heiti námskeiðs: Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna
Leiðbeinendur: S. Andrea Ásgeirsdóttir, Garðar Kristinsson
Dagsetning: 6. febrúar 2018
Tími: 09:00-11:30
Staðsetning: Laugavegur 162, 3. hæð (gengið inn úr porti)
Hámarksfjöldi: 30
Námskeiðsgjald: 7.700 kr
Fyrir hverja: Hugbúnaðarframleiðendur, sérfræðinga í tölvukerfum hjá opinberum aðilum og aðra sem vinna að gerð vörsluútgáfna úr rafrænum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni (Árneshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Seltjarnarneskaupstaður, Snæfellsbær, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Álftanes, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð).
Námskeiðslýsing: Notuð verður spegluð kennsla á námskeiðinu þar sem þátttakendur eiga að horfa á fyrirlesturinn á YouTube síðu safnsins og mæta síðan og geta rætt um gerð vörsluútgáfu og vandamál sem koma upp. Horfðu á myndbandið Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna.
Farið verður yfir nýjar reglur ÞÍ um vörsluútgáfu rafrænna gagna, hjálparforrit verða skoðuð sem nýta má við gerð og prófun á vörsluútgáfu og skoðað dæmi um vörsluútgáfu.
Lesefni: Lesefni er reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns Íslands sem er aðgengilegt á vef safnsins:
Skráning: Skráðu þig á námskeiðið.