Umbúðir

Þjóðskjalasafn hefur hætt sölu skjalaumbúða

Frá og með mánudeginum 26. október 2020 hættir Þjóðskjalasafn Íslands sölu á skjalaumbúðum. Allur lager safnsins af umbúðum, þ.m.t. umbúðum sem safnið hefur flutt inn frá þýska framleiðandanum Klug, hefur verið seldur til Hvítlistar hf. Hvítlist mun þjónusta afhendingarskylda aðila með umbúðir sem Þjóðskjalasafn hafði áður með að gera. Afhendingarskyldum aðilum er því ráðlagt að hafa samband við Hvítlist varðandi umbúðakaup eða aðra aðila sem selja umbúðir sem uppfylla gæðakröfur. Skoða upplýsingar um gæðakröfur umbúða má finna hér.

Þeir afhendingarskyldu aðilar sem voru búnir að panta umbúðir hjá Þjóðskjalasafni eru beðnir um að hafa samband við Hvítlist en upplýsingar verða jafnframt sendar til þeirra í tölvupósti. Veffang Hvítlistar er www.hvitlist.is og fyrirspurnir má senda á netfangið hvitlist@hvitlist.is.