Þrotabú

Samkvæmt lögum er skiptastjórum skylt að afhenda Þjóðskjalasafni Íslands skjöl þrotabúa.  Í 1. mgr. 80. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 segir að skiptastjóri taki við skjölum sem hafa þýðingu fyrir gjaldþrotaskiptin og varðveiti þau um sinn eftir að hann lýkur störfum.  Skjölin skulu síðan afhent til varðveislu á Þjóðskjalasafni samkvæmt sömu reglum og eiga við um skjöl sem lögð eru fram í dómsmálum.  Þær reglur er að finna í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 en í 2. mgr. 13. gr. segir að framlögð skjöl í dómi skulu varðveitt í skjalasafni viðkomandi dómstóls þar til þau eru afhent Þjóðskjalasafni. (Úr álitsgerð Benedikts Bogasonar lögfræðings frá 1996).

Skiptastjórar sem ætla að afhenda skjöl þrotabúa til varðveislu á Þjóðskjalasafni skulu kynna sér leiðbeiningar Þjóðskjalasafn um afhendingu slíkra skjala og athuga að aðeins er tekið við þrotabúum þegar skiptum þeirra er lokið. Sjá Leiðbeiningar um frágang þrotabúa vegna afhendingar þeirra til Þjóðskjalasafns Íslands.

Fyrirspurnir vegna afhendingu þrotabúa má senda á skjalavarsla@skjalasafn.is.