Sjúkraskrár

Sjúkraskrár og önnur heilbrigðisgögn um einstaklinga eru opinber skjöl og ber að afhenda Þjóðskjalasafni til varðveislu hvort sem þau urðu til hjá opinberri stofnun eða einkarekinni stofu skv.lögum nr. 55/2009, um sjúkraskrár. Í 11. mgr. laganna segir: „Sjúkraskrár skal varðveita í sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana og starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna. Um skyldu til að afhenda sjúkraskrár til opinberra skjalasafna, varðveislu þeirra og aðgang að þeim þar gilda ákvæði laga um opinber skjalasöfn.“

Þegar læknir hættir störfum á einkarekinni stofu skal tryggja að sjúkraskrár hans verði afhentar á Þjóðskjalasafn. Það er með öllu óheimilt að farga slíkum skjölum. Fyrirspurnir vegna afhendingar sjúkraskráa má senda á skjalavarsla@skjalasafn.is

  • Afhending trúnaðarskjala

    Eyðublað A03b - Geymsluskrá, trúnaðarskjöl.
    Hægrismellið á táknmyndina og veljið Save link as... eða Save target as...