Samanburður á niðurstöðunum 2012 og 2016

Þegar dreifing afhendingarskyldra aðila er borin saman milli kannana 2012 og 2016 má sjá að skjalavarsla og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila ríkisins hefur batnað. Æskilegt er að sem fæstir afhendingarskyldir aðilar séu á þroskastigi 0 og 1 og sem flestar séu á þroskastigi 2-4. Hlutfall afhendingarskyldra aðila sem eru á þroskastigi 0 hefur lækkað umtalsvert milli kannana eins og myndin sýnir. Árið 2012 voru 34% afhendingarskyldra aðila á þroskastigi 0 en árið 2016 hafði hlutfallið lækkað niður í 17%. Afhendingarskyldir aðilar sem voru á þroskastigi 0 árið 2012 höfðu því margir hverjir færst yfir á þroskastig 1 eða ofar samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sem framkvæmd var árið 2016. Hlutfall aðila á þroskastig 1 hækkaði milli kannana úr 30% í 36% á meðan hlutfall aðila á þroskastigi 2, sem er hefðbundin skjalavarsla, jókst úr 32% í 38% og að lokum hækkaði hlutfall aðila á þroskastigi 3 úr 3% afhendingarskyldra aðila í 9%. Enginn aðili náði að koma sér yfir á þroskastig 4.

Samanburður á milli kannana gefur þá skýru mynd að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fer batnandi og aukin meðvitund er á meðal afhendingarskyldra aðila ríkisins um skjalavörslu og skjalastjórn.

Samanburður á niðurstöðum 2012 og 2016