Reglur og leiðbeiningar

Þjóðskjalasafn Íslands hefur það hlutverk að setja reglur um skjalavörslu allra afhendingarskyldra aðila, bæði ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. tl. 8. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þá hefur Þjóðskjalasafn Íslands lögum samkvæmt upplýsingahlutverk gagnvart framangreindum aðilum á sviði skjalavörslu  og hefur safnið gefið út leiðbeiningar um skjalavörslu og staðið fyrir námskeiðum. Reglur þær sem safnið hefur sett og leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út eru mikilvægur þáttur í þessu hlutverki stofnunarinnar.

Reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns Íslands eru annars vegar miðaðar að ríkinu og hins vegar að sveitarfélögum.

  • Reglur fyrir ríkið

    Stofnanir og embætti ríkisins, sem og fyrirtæki í eigu ríkisins, finna hér allar reglur, leiðbeiningar og eyðublöð er varða skjalavörslu þeirra.

  • Reglur fyrir sveitarfélög

    Sveitarfélög, stofnanir þeirra, byggðasamlög og fyrirtæki í meirihlutaeigu sveitarfélaga finna hér allar reglur, leiðbeiningar og eyðublöð er varða skjalavörslu þeirra.

  • Reglur fyrir sveitarfélög

    FileMaker skráningarforrit.