Nýtt rit um manntalið 1703

Í tilefni af 135 ára afmæli safnsins gefur safnið út lítið rit um manntalið 1703.

Í því er fjallað um tilurð og framkvæmd þessarar merkilegu samfélagsúttektar. Fjallað um sögu manntalsins og varpað skýrara ljósi en áður á hvenær unnið var úr manntalsgögnunum og hver saga frumskjalanna er, svo sem hvenær þau voru í Danmörku og á Íslandi. 

Ritið Manntalið 1703, arfur okkar allra er 48 blaðsíður að lengd og prýtt myndum og margvíslegu skýringarefni. Útgáfudagur er afmælisdagur Þjóðskjalasafns 3. apríl. Kristjáni Þór Júlíussyni mennta- og menningarmálaráðherra verður afhent fyrsta eintakið á afmælishátíð safnsins þann dag.

Hér að neðan er fréttatilkynning um útgáfu ritsins og myndefni.

 

Skjöl: 

Myndefni: 

Nýtt rit um manntalið 1703.
Nýtt rit um manntalið 1703.