Manntalið 1703 á skrá UNESCO um minni heimsins

Á síðasta ári lagði Þjóðskjalasafn Íslands inn umsókn hjá UNESCO þess efnis að fyrsta manntal tekið á Íslandi, árið 1703, yrði skráð á lista Sameinuðu þjóðanna yfir Minni heimsins (Memory of the World). Á þann lista komast einungis ritaðar menningarminjar, svo sem skjöl, sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn. Á umsóknina hefur verið fallist. Það eru stórkostleg tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku heimildar.

Á þessari vefsíðu eru textar og myndir sem varpa nánara ljósi á þessi tímamót í íslenskri menningarsögu.

Skjöl: 

Myndefni: 

Manntalið 1703, Ytrihreppur í Árnessýslu
Manntalið 1703, Skógarstrandarhreppur í Snæfellsnessýslu
Manntalið 1703, Borgarhreppur í Mýrasýslu
Manntalið 1703, Loðmundarfjörður í Múlasýslu

Myndatextar: 

Myndirnar eru af síðum úr manntalinu 1703 og sýna hluta af fólkstali fjögurra hreppa.

  1. Ytrihreppur (síðar Hrunamannahreppur) í Árnessýslu.
  2. Skógarstrandarhreppur í Snæfellsnessýslu.
  3. Borgarhreppur í Mýrasýslu,
  4. Loðmundarfjörður í Múlasýslu.