Bréf Magnúsar Stephensen um hvalarekstur á Akranesi

Apríl 2017

Bréf Magnúsar Stephensen um hvalarekstur á Akranesi

ÞÍ. Kansellískjöl. KA/70.

Magnús Stephensen dómstjóri skrifar kansellíinu og segir frá að yfir 1000 hvalir hafi verið reknir á land á Akranesi undir forustu Þórðar Jónssonar hreppstjóra.

Með skjölum þeim, þar sem sagt er frá hvalasmöluninni, eru lýsingar á dýrunum, sem á land bárust, en einnig tvö vottorð forsvarsmanna á Akranesi um það að Þórður bjargaði tveimur mönnum úr sjávarháska í júní árið 1807.

Þórður Jónsson var fæddur 1778 en lést 17. júní 1846. Hann var frá Háteigi á Akranesi og varð ungur hreppstjóri í sinni sveit. Síðar flutti hann suður á Kjalarnes en loks í Skildinganes og andaðist þar. Þórður var hinn mesti merkismaður, greindur og kappsamur eins og fram kemur í frásögn Magnúsar Stephensen. Honum var veitt danska dannebrogsorðan í viðurkenningarskyni.

Þórður var vaskur sjómaður og skrifaði alllanga ritgerð um sjósókn í Búnaðarrit Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags árið 1839 sem hét: „Fáeinar formannareglur, áhrærandi siglingar, fiskiveiðar og fleira þar að lútandi, handa ungum formönum“. Er þetta líklega eitt það fyrsta sem skrifað var um siglingatækni og slysavarnir á íslensku.

Jón Torfason og Helga Margrét Reinhardsdóttir gengu frá kynningartexta.
Jón Torfason skrifaði upp bréf Magnúsar Stephensen.

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að sækja uppskrift bréfsins.

Bréf Magnúsar Stephensen til kansellísins
Bréf Magnúsar Stephensen til kansellísins
Bréf Magnúsar Stephensen til kansellísins
Bréf Magnúsar Stephensen til kansellísins
Vottorð forsvarsmanna á Akranesi um það að Þórður bjargaði tveimur mönnum úr sjávarháska í júní árið 1807
Vottorð forsvarsmanna á Akranesi um það að Þórður bjargaði tveimur mönnum úr sjávarháska í júní árið 1807