Fyrirspurnir

Þjóðskjalasafn Íslands veitir afhendingarskyldum aðilum ráðgjöf og svarar fyrirspurnum um alla þætti skjalavörslu. Jafnframt veitir Þjóðskjalasafn leiðbeiningar og ráðgjöf um frágang og afhendingu einkaskjalasafna.

Hægt er að fá samband við skjalaverði Þjóðskjalasafns í gegnum síma 590-3300 eða með því að senda fyrirspurn í gegnum netfangið skjalavarsla@skjalasafn.is.