Fundargerðir Grisjunarráðs

Breyting á afgreiðslu grisjunarbeiðna

Til þess að auka skilvirkni við afgreiðslu grisjunarbeiðna hefur verið ákveðið að leggja grisjunarráð niður og koma á nýju verklagi við afgreiðslu þeirra. Frá og með 27. mars 2019 verða grisjunarbeiðnir afgreiddar af þjóðskjalaverði í samráði við varðveislu- og grisjunarnefnd Þjóðskjalasafns, sem í sitja sérfræðingar safnsins og yfirfara allar grisjunarbeiðnir sem berast, og sviðsstjóra upplýsinga- og skjalasviðs safnsins, sem ber ábyrgð á ráðgjöf og eftirliti um skjalastjórn og skjalavörslu til afhendingarskyldra aðila, þ.m.t. eyðingu skjala.

Grisjunarbeiðnir verða afgreiddar hið minnsta á tveggja vikna fresti og oftar ef aðstæður kalla á það. Þar sem grisjunarráð hefur verið lagt niður verða afgreiðslur grisjunarbeiðna ekki lengur birtar í fundargerðum heldur í sérstökum lista yfir grisjunarheimildir og forsendur ákvörðunar.


Í 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn kemur fram að óheimilt sé að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila nema með samþykki þjóðskjalavarðar. Grisjunarráð er þjóðskjalaverði til ráðuneytis um afgreiðslu grisjunarbeiðna. Þessir einstaklingar sitja í Grisjunarráði:

  • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður.
  • Njörður Sigurðsson sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns.
  • Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður.

Hér eru fundargerðir Grisjunarráðs birtar nokkurn veginn jafnóðum. Ef skjalið opnast ekki í vafra, þá er gott að hlaða því niður í tölvu og opna þaðan.
Skjalinu er hlaðið niður með því að hægri-smella á táknmyndina og velja „Save link as...“ eða „Save target as...“ og vista þannig í tölvuna.

2019

  • 1. fundur, 16. janúar 2019

    1. fundur, 16. janúar 2019 (PDF 93 KB).

2018

2017

2016

2015

2014