Vorráðstefna Þjóðskjalasafns - streymi og ný staðsetning

þriðjudagur, 30. apríl 2019 - 10:30
  • Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands
    Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands

Margir hafa skráð sig til þátttöku í vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands sem haldin verður 14. maí nk. Vegna þessa hefur verið ákveðið að færa ráðstefnuna úr fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands og í ráðstefnusal Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsveg 52 í Reykjavík.

Vegna fjölda fyrirspurna frá landsbyggðinni hefur líka verið ákveðið að bjóða upp streymi af fundinum. Þátttakendur geta því skráð sig sérstaklega á streymið en sama skráningargjald verður hvort sem þátttakendur mæta á staðinn eða fylgjast með í streymi. Lesa nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu.