Verkefnastyrkir til skönnunar og miðlunar á héraðsskjalasöfnum 2020

miðvikudagur, 22. apríl 2020 - 16:45
  • Héraðsskjalasöfn á Íslandi.
    Héraðsskjalasöfn á Íslandi.

Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 27. febrúar 2020 með umsóknarfresti til og með 1. apríl. Alls bárust 27 umsóknir frá 11 héraðsskjalasöfnum að upphæð 45.435.860 kr.

Til úthlutunar voru 16.300.000 kr. Úthlutunarnefnd sem í sátu Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns, Helga Hlín Bjarnadóttir skjalavörður á Þjóðskjalasafni og Magnús Karel Hannesson, fyrrum sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, mat umsóknir og gerði tillögur til þjóðskjalavarðar. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í framkvæmdastjórn safnsins 21. apríl sl. og var ákveðið að úthluta styrkjum til 16 verkefna. Niðurstöður hafa verið sendar umsækjendum.

Úthlutun Þjóðskjalasafns á verkefnastyrkjum til héraðsskjalasafna á grundvelli fjárlaga fyrir árið 2020 er svofelld:

  Héraðsskjalasafn Verkefni Styrkupphæð
1 Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Héraðsskjalasafnið Neskaupstað Stafræn afritun hreppsbóka af Austurlandi 1.500.000 kr.
2 Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu Bækur Hofs- og Borgarhafnarhrepps 1.200.000 kr.
3 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Sveitablöð í Skagafirði III. áfangi 235.000 kr.
4 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Handrit Sölva Helgasonar 441.000 kr.
5 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Gjörðabækur Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu 1874 til 1906 205.000 kr.
6 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Þátttaka almennings í umritun handrita (transcription) 506.000 kr.
7 Héraðsskjalasafnið á Akureyri Uppboðs- og úttektarbækur 203.000 kr.
8 Héraðsskjalasafnið á Akureyri Miðlun bréfabóka 1.010.000 kr.
9 Borgarskjalasafn Reykjavíkur Skönnun og miðlun vélritaðra fundagerðabóka nefnda, ráða og stjórna borgarinnar (framhaldsverkefni) 1.000.000 kr.
10 Borgarskjalasafn Reykjavíkur Ljósmyndun og miðlun elstu skjala Borgarskjalasafns Reykjavíkur (framhaldsverkefni) 1.000.000 kr.
11 Héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftafellssýslu og Héraðsskjalasafn Árnesinga Gjörðabækur sveitarfélaga, hreppstjóra og aðrar bækur sveitarfélaga - gömlu hreppana 1.800.000 kr.
12 Héraðsskjalasafn Árnesinga Skjöl sýslunefndar Árnessýslu 1.500.000 kr.
13 Héraðsskjalasafn Þingeyinga Gjörðabækur/skýrslubækur sveitarstjórna/hreppstjóra 1.500.000 kr.
14 Héraðsskjalasafn Þingeyinga Úttekta- og virðingabækur 1.200.000 kr.
15 Héraðsskjalasafnið Ísafirði Skönnun á elstu brunavirðingarbókum 1.200.000 kr.
16 Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Bréfasafn Mosfellshrepps 1.800.000 kr.
    Samtals: 16.300.000 kr.