Vegna umfjöllunar um „Biblíubréfið“ í heimildarmyndinni Leyndarmálið

miðvikudagur, 12. maí 2021 - 8:30
  • Bréf landfógeta 30. september 1874.
    Bréf landfógeta 30. september 1874.

Í heimildarmyndinni, Leyndarmálið, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 7. apríl sl. er fjallað um hið svokallaða „Biblíubréf“ sem er blað með 23 þjónustufrímerkjum frá Íslandi. Bréfið var selt árið 1973 fyrir háa upphæð og hefur síðan gengið kaupum og sölum og þykir vera eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi. Í kjölfar sýningar á myndinni athuguðu sérfræðingar Þjóðskjalasafns Íslands málið, en lengi hafa verið uppi grunsemdir um að bréfið kunni að eiga uppruna sinn í skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu sem er varðveitt í Þjóðskjalasafni.

Það er mat Þjóðskjalasafns að yfirgnæfandi líkur séu á að „Biblíubréfið“ svokallaða sé hluti af bréfi sem landfógeti sendi sýslumanninum í Árnessýslu 30. september 1874. Bréfshlutinn með utanáskrift og frímerkjum hefur verið skorinn eða klipptur frá bréfinu. Álíta verður að bréfshlutinn hafi verið fjarlægður úr skjalasafni sýslumannsins í Árnessýslu, líklega eftir að skjölin voru komin í varðveislu til Þjóðskjalasafns eða, sem er ólíklegra, áður en skjölin voru afhent safninu fyrir árið 1910.

Nánari upplýsingar um athugun Þjóðskjalasafns má finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu sem hefur verið send fjölmiðlum.

  • Fréttatilkynning vegna biblíubréfsins

    Fréttatilkynning vegna „biblíubréfsins“.

Bréf landfógeta 30. september 1874.   Bréf landfógeta 30. september og 24. október 1874.

Smellið á smámyndirnar til að sjá stærri myndir.