Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt 2016

föstudagur, 7. október 2016 - 15:30
  • Nordisk Arkivnyt 2016-3
    Nordisk Arkivnyt 2016-3

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2016 var að koma út. Þar kennir ýmissa grasa að vanda og má nefna grein Grete Gunn Bergström um leit sína að skjölum Sama sem eru varðveitt víða, á Norðurlöndunum, í Rússlandi og slík skjöl má einnig finna í París, Berlín, Amsterdam og Vín. Starf margra skjalasafna við að gera stafræn afrit skjala aðgengileg á netinu auðveldar þessa leit. Grete Gunn byrjar grein sína á þjóðlegum nótum sem margir Íslendingar kannast við.

Jeg gikk meg over sjø og land,
der møtte jeg en gammel mann.
Han gjorde så, han sagde så;
hvor hører du vel hjemme?

Árleg tölfræði norrænu skjalasafnanna er á sínum stað í blaðinu. Þar kemur fram að aukning pappírsskjala, á milli áranna 2014 og 2015, var að meðaltali 2,35% í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, tæpt 1% í Svíþjóð, en nánast engin í Noregi.

Ragnheiður Mósesdóttir skrifar um útgáfu fyrsta bindis skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Bókin er gefin út í samstarfi Þjóðskjalasafns, Sögufélags og danska ríkisskjalasafnsins. Ritstjórar bókarinnar eru þær Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Um útgáfuna má lesa nánar í frétt á þessum vef.

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands, skrifar um sextíu daga dvöl sína á ríkisskjalasafninu í Svíþjóð fyrir tæpu ári síðan.